LJÓÐLÍNUR SEM AÐRIR UNNU (page 340)
Til David Hudson
„Syngdu, fagra frú, meðan þú ert með mér,
sorgar-söngva um Georgíu, ættland þitt, ei meir!“
A. S. Púskin
Í kvöld, David, komu til mín
ljóðlínur sem aðrir unnu, en nú týndar.
Titrandi af kenndum, gripinn málsnilld þagnarinnar,
les ég aftur skáldin sem löngu eru gleymd,
þessa auðmjúku fornu trúbadúra ódauðlegra söngva
sem fólk syngur enn !
Nafnlausar sálir þeirra öðluðust ódauðleika
í bljúgum andvörpum og skínandi tárum !
Þær lifa enn og anda, David,
í ástríðufullum tærleika söngva þeirra
og loftinu sem logar með þeim!
Glóbrystingur flýgur hjá og lúin líf okkar
fyllast óvænt innsta eðli alls!
Gætu orð hrifin úr lifandi holdi og
ljóðlínur ofnar af birtu ólgandi blóðs dáið í raun?
Nei, föl gleymskan megnar ekkert
gagnvart eilífri uppsprettu
ástar-minninga um hluti og verur!
Þau lifa enn, vinur minn, og bíða
eftir öðrum skarpskyggnum ljúflingi
til að endurvekja yndislega veru þeirra !
Það verður þegar skyldurækin, óskynjanleg hlýja
gagntekur skyndilega nærgætin
og gegnsæ hjörtu okkar !
Og, full undrunar, erum við skyndilega meðvituð
um æðaslátt þeirra sem vellur í sálum okkar
lemjandi afmynduð hjörtu okkar
og hellandi í okkur öldum samræmis og göfgi!
Í kvöld, David, komu til mín
ljóðlínur sem aðrir unnu
en síðan týndar !
(þýtt af Hrafni Andrési Harðarsyni, 14. mars 2011)
Traduit par Hrafn Andrés Hardarson
dimanche 13 mars 2011
Inscription à :
Publier les commentaires (Atom)
Aucun commentaire:
Enregistrer un commentaire