vendredi 4 mars 2011

SCINTILLEMENT (en islandais)

BLIK (page 204)



„Þú spyrð hvað ég sé að gera í sveitinni?“.

Saint Evremond (1615-1703)



Við tölum saman í hálfum hljóðum í heitri vímu

þessa herbergis þar sem með hægð reis

ósýnileg og spennandi

fíngerð bygging kennda!



Ah! Öll þessi ljóðlist í loftinu

borin uppi af andardrætti okkar!

Hve kært er mér í depurð minni

fjölbreytt litaspjald brosa þinna!



Hvernig færi fyrir mér í þessari tjörn heit-elda,

allrar þessarar hefðar tímalauss eðlis?



Mín kæra,

syngdu mér söng!

Segðu mér sögu!

Lestu mér ljóð um líf þitt!

Láttu skjálfa, ég bið þig,

lafmóð trén í glæru gleri

gluggans!

Vektu í döpru holdi mínu

þá gömlu visku

þá gleymdu orðskipan hamingjunnar!

Aucun commentaire: