vendredi 4 mars 2011

DIVAGATION (en islandais)

DRAUMÓRAR

Handa Iréne T.

„Ég hafði komist alla leið hingað frá hafinu,
en hitti samt fyrir á ný ölduna í örmum þér“

Hart Crane (1899-1932)
And Bees of Paradise

Þú ert og þú ert ei! Horfin rödd
frá tímum söngva, hlátra og vona,
vordegi sem viðkvæmt kvöldið
veitti sem fórn í sál næturinnar.

Þú ert og þú ert ei! Kall úr djúpunum
markar víðfeðmt minni mitt eins og sporjárn.
Stafróf úr glæðum, fresku í kapellu
þar sem óljósar útlínur þínar lýsa án afláts!

Skjálfandi, dreymir mig enn á ný að eld-kossar mínir
steypist í haf æva-forns andlits þíns
og að hjarta þitt, hyldjúpt sem attísk bókrolla,
sé komið aftur til að ljósta blóð mitt með óræðu brosi sínu!
Þú ert og þú ert ei! Langþráður draumur hefur ræst!
Und sem sýnir dapra einsemd mína í réttu ljósi!

Athanase Vantchev de Thracy

Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson

Aucun commentaire: