ISLANDAIS :
SHIKISHI
„En við þekkjum dapurleg örlög hans sem bjó hér:
Eins og draumur hvarf hann af þessum hverfula heimi;
Þótt nafn hans þýddi „Eilífðar hús“…
No- leikverkið Teika
Ég hugsa um örlög Shikishi prinsessu!...
Tár kirsuberjalaufsins
blandast mínum!
Fetaði prinsessan í raun
nettum fótum sínum þennan
sama stíg þakinn vori
sem ég fer morgunn þennan?
Sá hún
með augum brennandi af ást
þetta sama fjall
þar sem furur og skriðjurtir
vaxa svo blíðlega
fast upp við það?
Núna, í faðmi
þessa legsteins
skreyttum ljóspurpura mosa
og innsiglaður þéttum vafningsviði,
sefur hún
um alla eilífð!
Ó himnar, hve tíminn breytir sköpulagi,
og hve óraunverulegt hann gerir líf og dauða!
Ó, kristalstæri söngur glóbrystinganna
í grænu silki-loftinu!
Söngur gleyminn á
hæga hrösun heimsins
í þögult ómælisdýpið!
Athanase Vantchev de Thracy
Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson
dimanche 6 mars 2011
Inscription à :
Publier les commentaires (Atom)
Aucun commentaire:
Enregistrer un commentaire