samedi 12 mars 2011

DOULEUR (en islandais)

ISLANDAIS

HARMUR

„Aðeins orð þitt getur grætt und mína.“

Geoffrey Chaucer,
Hringstefja miskunnarlausrar fegurðar

Þú kemur án þess að segja orð,
þú ferð án minnsta votts um bros,
og skilur eftir í bjartasta svefnherbergi sumars
brothættar leifar sálar þinnar
og ferska angan harms þíns!

Eins og vofa ásæki ég langa ganga
angandi af roðarunna og lofnarblómi!

Síðan nem ég staðar, brýt sneið af
einsemd minni og þrýsti henni að vörum mér
eins og nýbökuðu brauði!

Úti fyrir logar eldur svala
með óskiptar minningar
gegnum loftið,
og tíminn er umflotinn
örum hugsana
eins og risa-fyrirboða hins óþekkta!

Hvað get ég gert? Hvern get ég kallað á?
Enginn kemur til hugar.

Samtímist líður kjarni hlutanna
endalaust hjá, hljóðlaust gegnum sigti
tára.
Raddir sem ég gæti snert, framandi raddir
koma og afferma skerandi áhyggjur sínar
inn í óslitinn júlísöng.

Athanase Vantchev de Thracy

Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson

Aucun commentaire: