lundi 28 février 2011

Ô, ÂME, COMBIEN LES PAROLES... (en islandais)

Ó SÁL MÍN, HVE ORÐ…


Handa Patricia Joan JonesMáninn á aðra hönd, á hina er dögun:

Tunglið er systir mín, bróðir mín dögun.

Máninn til vinstri og til hægri er dögunin.

Góðan dag, bróðir minn: góða nótt, systir mín.Hilaire Belloc,

Árla morgunsÓ sál mín, hve orð geta verið

feimin, hrædd, þögul,

þegar háfleygar súlur dögunar

þekja fljótin blíðlega fagurrauðu gulli!Hvílík offylli meininga ofar meiningum

býr í birtunni sem þýtur um

huglausan skilning okkar!Og hve þessi þekkingar hvöt, Ó sál mín, eykur

við glæsileik setningar ferskum, titrandi,

óvæntum ilmi auðmýktar!Þannig lifum við í gleymsku kjarnans,

óminni sem ei lengur þarfnast nema hálfbirtu…

Og þegar við óvænt undrandi finnum

að fullkomin nákvæmni forns frasa

grípur alla veru okkar

ruglumst við af aðvarandi söngvum

skálda frá árþúsundum!Stundum þyrlast inn í hjörtu okkar ógn þess að muna

ræðst inn fyrir lúin augnlokin með

blaktandi augnhárum,

og loftið, án þess að missa blómin sem það ber með sér,

titrar eins og uppáhalds bók

og fer um í birtu flöktandi lampans

sem einhver gleymdi að slökkva á.Gefum við ekki borgum og ættjörðum

aðeins birtu tára okkar,

einlægni látbragðs okkar og barnslegra atlota?En okkur ber að lifa af þessar blíðu fjarlægðir milli hugsana

jafnóðum og sorgin neyðir himininn til að skjálfa

og sígur tær meðal greina

íbygginna kirsuberjatrjánna!Ó sál mín, hve orð geta verið

snjöll, í tærum hverfulleik sínum

þegar tíminn, eins og brosandi guð

án þess að snúa við,

líður burt frá nýfengnum örum okkar

syngjandi!

Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson

Aucun commentaire: