jeudi 3 février 2011

SANDRO BOTTICELLI (en islandais)

ISLANDAIS :

SANDRO BOTTICELLI

For Theo og Anastace Crassas

„Flórensborg stóð langt framar öðrum borgum hvað varðar fjölda listamanna og rithöfunda sem þar bjó, t.d. Kanslarar svo sem Coluccio Salutati (1331-1404) og Leonardo Bruni (1370-1444) eða menn eins og Poggo Bracciolini (1380-1459), Angelo Poliziano (1454-1494) og allir þeir sem tilheyrðu hirð Medici ættarinnar. Aðrir voru á faraldsfæti, kenndu, stunduðu ritstörf í ýmsum bæjum, leituðu færis að komast í vinnu hjá prinsum og borgum, ýmist lánsamir eða óheppnir: til dæmis Lorenzo Valla (1406-1457) eða menn sem lifðu 15. eða 16 öldina svo sem Pompanozzi (1464-1524) og Pietro Bemo (1470-1547).“

Kristileg saga bókmennta

Það er fegurð í fegurðinni, blíða í blíðunni,
gegnsæ atlot sálar hans marka þessi máluðu andlit,
þau lifa á óflekkuðum tíma sem göfgaði aldirnar
og linaði sársaukann af hnífstungu dauðleikans.

Og þessi depurð, þessi dularfulli skjálfti
loftkenndra stroka sem sigla inní þögnina!
Það er þessi dýrð í dýrðinni, tærleiki, tign
þessa fólks ný-forviða af óráði goðsagna!

Hve allt er fullkomlega og dýrðlega fágað:
Hinar ævagömlu Madonnur, Venus, Heilagur Ágústínus,
Englarnir í himneskum gopum og Háæruverðugu Smábörnin,
Tímalausa Vorið, fljót undranna!
Ég ann þér, Ó, heiðbláa sál, Ó, sanna stjarna,
himneski Unglingur, vinur þeirra sem lifðu hörmungar!

Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson

Aucun commentaire: