samedi 15 janvier 2011

TENDRESSE (en islandais)

BLÍÐA ( Tendresse / Tenderness)



Handa Carolina di Gregorio



Svo bjartur er morgunninn, kæra Carolína mín,

blátíturnar vita það, leika sér

í feluleik við glitrandi blæjur andvarans.

Raddir barna á sælli göngu um strætin

springa eins og kristalsómar klukkna

út í tært loftið.



Þú, brosandi í glugganum þínum, teygir

fíngerða arma þína að ósýnilegri sælu

titrandi brjósta þeirra,

og sérhver skynjun þín, undir barnslegum kossum

ungæðislegrar sólar,

skelfur eins og hörpu

strengir!



Teygðu þig ekki lengra

út um gluggann,

yndislegi engillinn minn!

Þú gætir fallið í djúp

hjarta míns, þar sem alein,

á þessu dýrðlega vori,

klædd andblæ og rósum,

ríkir Afródíta,

hin mikla, hin langrækna,

hin ósýnilega gyðja

fegurðar, ástar

og blíðu!


Traduit en islandais par Hrafn Andrés Hardarson

Aucun commentaire: